Skref fyrir skref, NGO er rannsóknar-og starfsþróunarfyrirtæki stofnsett 1987, í eigu Hansina B Einarsdóttur. Fyrirtækið er staðsett á Reykjanes GeoPark á suðvesturhorni landsins, aðeins 10 mín frá ICELANDIC International Airport Keflavik.
Við höfum yfir 30 ára reynslu í verkefnastjórnun og starfsmenntun fyrir fjölmörg fyrirtæki hérlendis auk þess höfum við ágæta reynslu í alþjóðlegu samstarfi, m.a. starfað víða í Evrópu, USA og í Indlandi.
Við höfum tekið þátt í fjölda áhugaverðra rannsókna- og þróunaverkefnum á sviði fullorðinsfræðslu með það að markmiði að hvetja fullorðið fólk til náms alla ævi.
Við höfum hannað áhugaverðar leiðir í kennslu og þjálfun sem byggja á því að okkar námskeiðsskeiðsgestir eru fyrst og fremst virkir þátttkendur í öllu því sem gerist í kringum námið. Við þjálfun ofast innan vinnustaða og yfirleitt tekur okkar vinna nokkurn tíma. Verkefnin okkar eru ávallt hönnuð í samstarfi við stjórnendur og starfsmenn.
Við vinnum með verkefni og aðferðir sem m.a. eru byggð á hugmyndum um Androgogy, þar sem unnið er með þekkingu og reynslu viðkomandi.
Hansína B Einarsdóttir, cand. Polit hansina@sfsradgjof.is
Hún hefur afar víðtæka reynslu á mörgum sviðum og hefur þróað fræðslu og rannsóknarverkefni sl. áratugi. Hún er frumkvöðull, ekki aðeins með því að hafa stofnað sitt eigið fyrirtæki Skref fyrir skref árið 1987, hún stofnaði einnig og rak Hótel Glym í Hvalfirði með eiginmanni sínum, Jóni Rafni Högnsyni en þau byggðu upp og ráku hótelið saman í 10 ár. www.hotelglymur.is)
Jón Rafn Högnason jonrafn@sfsradgjof.is
Síðustu 10 árin hefur hann starfað sem verkefnastjóri hjá Skref fyrir skref. Hann hefur þróað fjölbreytt verkefni og málstofur fyrir dreifbýlisferðamenn á Íslandi og í Evrópu. Hann hefur tekið þátt í ýmsum Nord Plus og Erasmus verkefnum.
www.sfsradgjof.is www.mindsintomatters.eu www.t4t.yolaset.com